Bachelorette Babe Húðflúr
Bachelorette Babe Húðflúr
Bleikt og glæsilegt sett fyrir gæsapartý og verðandi brúður með yfir 20 handteiknuðum húðflúrum í pakkanum.
INKED by Dani framleiðir handteiknuð gervi húðflúr og naglaflúr sem eru innblásin af fjölbreyttri fegurð og eru hönnuð til að hvetja til listrænnar sjálfstjáningar. Stórstjörnur á við Kim Kardashian, Bella Hadid og Nicola Peltz Beckham hafa sést skarta húðflúrum frá INKED by Dani.
INKED vörurnar eru náttúrulegar, cruelty-free (vottað af PETA og Leaping Bunny), vegan, án eiturefna, og vatnsheldar. Umbúðir eru endurvinnanlegar.
Auðvelt í ásetningu með aðeins vatni og endist í allt að 2 vikur.
Leiðbeiningar:
1. Klipptu út flúrið, fjarlægðu plastfilmuna og settu á húðina eða nöglina með framhliðina niður.
2. Bleyttu pappírinn vel með vatni og haltu niðri í a.m.k. 10 sekúndur.
3. Lyftu pappírnum varlega af húðinni/nöglinni og leyfðu flúrinu að þorna í um 1 mínútu.
4. Fyrir neglur - Berðu 2 lög af glæru yfirlakki til að innsigla nöglina. Berðu á annað lag af yfirlakki á nokkurra daga fresti til að lengja líftímann.
Fjarlægið með barnaolíu eða spritt.
