Vatnslitasett
Vatnslitasett
2.900 kr
Kafaðu ofan í skapandi töfraheim vatnslitanna með þessu vandaða setti frá Omy sem hentar jafnt byrjendum sem lengra komnum. Settið inniheldur 24 skæra liti í handhægu boxi sem auðvelt er að grípa með sér í ferðalagið, ásamt vatnspenna og svampi. Það eina sem þarf að gera er að kreista vatnspennann létt til að virkja burstann og þá er ekkert því til fyrirstöðu að láta sköpunargleðina flæða á pappír eða striga.
Omy er frönsk hönnunarstofa sem hefur sköpunarkraft að leiðarljósi. Þau trúa á mátt hans til að umbreyta heiminum og kveikja ímyndunarafl. Markmið Omy er að þróa vörur sem hvetja til sköpunar og hjálpa fólki að tjá einstaka sköpunargáfu sína.
Magn
